Langt síðan síðast
Það er nú langt síðan frétt var sett hér inn og margt búið að gerast síðan þá. Það stærsta er að við tókum að okkur raflagnir í nýbyggingar við Austurbrú 2-12 í miðbæ Akureyrar, og gengur það verkefni ágætlega. Einnig höfum við verið að sinna Fasteignum Akureyrar töluvert við hin ýmsu verkefni, bæði stór sem smá.
Við aðstoðuðum Hvítasunnukirkjuna við breytingar á húsnæði þeirra við Skarðshlíð fyrir starfsemi Heimahjúkrunar, Sam-frímúrararegluna við breytingar á húsnæði þeirra við Óseyri 2 og margt margt fleira sem of langt væri að telja hér upp.
Allt þetta hefur kallað á meiri umsvif og mannaráðningar, í dag eru starfandi 8 manns hjá Eltech ehf, það eru efirfarandi.
Baldur Ingi Sæmundsson Rafvirki / Þjónustustjóri
Benedikt Sævarsson Rafeindavirki
Ingibjörg Gestsdóttir Bókhald
Pétur Gunnarsson Nemi í rafvirkjun
Róbert Andri Steingrímsson Nemi í rafvirkjun
Sófus Ólafsson Nemi í rafvirkjun
Steingrímur Ólafsson Lögg.Rafverktaki
Steingrímur Sigurðsson Þjónustustjóri
Þangað til næst, takk