top of page

Langt síðan síðast


Mynd fyrir athygli

Það er nú langt síðan frétt var sett hér inn og margt búið að gerast síðan þá. Það stærsta er að við tókum að okkur raflagnir í nýbyggingar við Austurbrú 2-12 í miðbæ Akureyrar, og gengur það verkefni ágætlega. Einnig höfum við verið að sinna Fasteignum Akureyrar töluvert við hin ýmsu verkefni, bæði stór sem smá.

Við aðstoðuðum Hvítasunnukirkjuna við breytingar á húsnæði þeirra við Skarðshlíð fyrir starfsemi Heimahjúkrunar, Sam-frímúrararegluna við breytingar á húsnæði þeirra við Óseyri 2 og margt margt fleira sem of langt væri að telja hér upp.

Allt þetta hefur kallað á meiri umsvif og mannaráðningar, í dag eru starfandi 8 manns hjá Eltech ehf, það eru efirfarandi.

Baldur Ingi Sæmundsson Rafvirki / Þjónustustjóri

Benedikt Sævarsson Rafeindavirki

Ingibjörg Gestsdóttir Bókhald

Pétur Gunnarsson Nemi í rafvirkjun

Róbert Andri Steingrímsson Nemi í rafvirkjun

Sófus Ólafsson Nemi í rafvirkjun

Steingrímur Ólafsson Lögg.Rafverktaki

Steingrímur Sigurðsson Þjónustustjóri

Þangað til næst, takk


við erum aðeins símtali í burtu

898 - 2703
HRINGIÐ NÚNA
 
bottom of page